Categories
Fyrirlestrar um svefn

Myndband: Hvernig líkamsklukkur stjórna lífslíkamanum okkar

Hvað er líkamsklukkan?

Í öllum lífverum er líkamsklukka sem hefur margvísleg áhrif á athafnir daglegs lífs. Líkamsklukkan hefur m.a. áhrif á svefn og vöku, skap, einbeitingu, minni, líkamlega getu. Í þessu myndbandi er fjallað um líkamsklukku og dægursveiflu og hvernig t.d. matmálstímar og ferðalög hafa á dægursveiflu.

Categories
Fyrirlestrar um svefn

Myndband: Hvað gerist við líkama þinn og heila ef þú færð ekki svefn

Hvaða áhrif hefur ónægur svefn á líkama þinn og heila? 

Í svefni eiga sér stað mörg ferli sem eru nauðsynleg til heilbrigðar heila- og líkamsstarfsemi. Í þessu myndbandi fer svefnsérfræðingurinn Matthew Walker yfir hvaða áhrif það hefur á okkur að sofa of lítið.  

Categories
Fyrirlestrar um svefn

Myndband: Áhrif koffíndrykkja á svefn ungmenna 

Koffínbættir gosdrykkir njóta mikilla vinsælda hjá ungmennum í dag. Rannsóknir hafa sýnt að koffín hefur skaðleg áhrif á svefn, en koffín er mun lengur í blóðinu en fólk gerir sér grein fyrir og það bæði seinkar svefni sem og skerðir gæði svefnsins. Erna Sif Arnardóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir fara yfir málin. 

Categories
Fyrirlestrar um svefn

Myndband: Góð ráð við svefnvanda barna og unglinga

Hvað er hægt að gera við svefnvanda barna og unglinga?

Svefn er börnum og unglinum sérstaklega mikilvægur, en rannsóknir hafa sýnt að stór hluti íslenskra barna og unglinga sofa of lítið. Ef að foreldrar eru með börn eða unglinga sem eru að glíma við svefnvandamál er gott að geta gripið til almennra svefnráða.

Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarsérfræðingur við HR, fer hér yfir hvað er hægt að gera.

Categories
Fyrirlestrar um svefn

Fyrirlestur: Börn og unglingar á yfirsnúningi – Erna Sif Arnardóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir

Börn og unglingar á yfirsnúningi – mikilvægi næringar og svefns fyrir unga Íslendinga.  

Erna Sif Arnardóttir, nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild skólans, fjalla um mikilvægi svefns og næringar fyrir börn og ungmenni og innbyrðis tengsl þessara þátta. 

 

Viðburðurinn er hluti af fyrirlestrarröð Háskóla Íslands, Best fyrir börnin. Fundurinn var í fyrirlestrarsal Veraldar – húss Vigdísar 9. maí 2018. 

Categories
Fyrirlestrar um svefn

Myndband: Taugavísindi svefns

Í þessum fyrirlestri ræðir taugavísindamaðurinn Rusell Foster um mikilvægi svefns fyrir heilann. Hann nefnir þrjár leiðandi kenningar um hvers vegna við sofum, áhrif of lítils svefns á samfélagið og tengsl geðheilsu og svefns. 

Categories
Fyrirlestrar um svefn

Myndband: Svefn eru þínir ofurkraftar

TED fyrirlestur Matthew Walkers um svefn 

Í vinsælum TED fyrirlestri fer Matthew Walker yfir vísindin sem liggja að baki því hvers vegna svefn er okkur svo mikilvægur og hvaða áhrif það hefur á okkur að vera vansvefta. Hann fer einnig yfir gagnleg ráð um hvernig er hægt að bæta svefn.