Categories
Hlaðvarp

Snorri Björns um svefn

Hlaðvarp um svefn 

Í hlaðvarpinu ræðir Snorri Björnsson við Erlu Björnsdóttur, sálfræðing, doktor í líf- og læknavísindum og svefnsérfræðing. Viðfangsefni eru m.a. markmiðasetning og tengsl svefns við líkamlega og andlega heilsu 

Categories
Hlaðvarp

Hlaðvarp: Feel better, Live More

Í hlaðvarpsþættinum Feel Better, Live More ræðir Dr. Chatterjee við svefnrannsakandann Matthew Walker um svefn.

Þátturinn er í 2 hlutum (þættir númer 26 og 27). Í fyrri þættinum ræða þeir um hvernig er hægt að nota dagljós og fæðu til að berjast gegn flugþreytu, hvernig svefn getur aukið árangur í íþróttum og dregið úr hættu á meiðslum og hver áhrif koffíns eru á svefn.

Í seinni þættinum skoða þeir hvers vegna svo margir eru vansvefta í heiminum í dag og hver áhrif of lítils svefns eru á heilsuna.