Svefnmælitæki (e. polysomnography):
Svefnmælitækið mælir heila–, augn– og vöðvarit í svefni, stöðu, hreyfingar, öndun, svitnun, hljóð, skráir súrefnismettun og púls frá oxymeter. Notast er við Nox A1, svefnmælitæki frá Nox Medical, en um er að ræða þróaðasta búnaðinn á markaðnum í dag. Tækið er meðfærilegt og því getur einstaklingur sem kemur í svefnmælingu auðveldlega keyrt heim sjálfur þegar búið er að festa búnaðinn á viðkomandi. Nox Medical er íslenskt fyrirtæki sem er leiðandi á heimsmarkaði þegar kemur að svefnmælitækjum. Búnaður þeirra er notaður á alþjóðavísu.