Börn og unglingar á yfirsnúningi – mikilvægi næringar og svefns fyrir unga Íslendinga.
Erna Sif Arnardóttir, nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild skólans, fjalla um mikilvægi svefns og næringar fyrir börn og ungmenni og innbyrðis tengsl þessara þátta.
Viðburðurinn er hluti af fyrirlestrarröð Háskóla Íslands, Best fyrir börnin. Fundurinn var í fyrirlestrarsal Veraldar – húss Vigdísar 9. maí 2018.