Categories
Fyrirlestrar um svefn

Myndband: Svefn eru þínir ofurkraftar

TED fyrirlestur Matthew Walkers um svefn 

Í vinsælum TED fyrirlestri fer Matthew Walker yfir vísindin sem liggja að baki því hvers vegna svefn er okkur svo mikilvægur og hvaða áhrif það hefur á okkur að vera vansvefta. Hann fer einnig yfir gagnleg ráð um hvernig er hægt að bæta svefn. 

Categories
Svefn hjá börnum og unglingum

Lítill svefn getur haft neikvæð áhrif á námsgetu og heilsuna hjá unglingum

Til að geta tekist á við verkefni dagsins er góður svefn mikilvægur

Svefnþörfin hjá hverjum og einum getur verið einstaklingsbundin. Yngstu skólabörnin þurfa í kringum 9 klukkutíma svefn. Þegar komið er á unglingsárin, eykst svefnþörfin u.þ.b klukkutíma á nóttu, vegna aukna álags sem fylgir gelgjuskeiðinu. 

Categories
Svefnraskanir

Kæfisvefn

Kæfisvefn (e. sleep apnea) er ástand sem einkennist af endurteknum öndunarhléum í svefni ásamt syfju í vöku. Talað er um öndunarhlé ef hlé verður á öndun í 10 sekúndur eða meira. Í kæfisvefni lokast öndunarvegurinn ítrekað, alveg eða að hluta til, og veldur það fyrrnefndum öndunarhléum. Einstaklingur með kæfisvefn reynir að ná andanum með sífellt kröftugri innöndunartilraunum og fylgja þessu oft háværar hrotur eða köfnunarhljóð.