Categories
Svefn hjá börnum og unglingum

Lítill svefn getur haft neikvæð áhrif á námsgetu og heilsuna hjá unglingum

Til að geta tekist á við verkefni dagsins er góður svefn mikilvægur

Svefnþörfin hjá hverjum og einum getur verið einstaklingsbundin. Yngstu skólabörnin þurfa í kringum 9 klukkutíma svefn. Þegar komið er á unglingsárin, eykst svefnþörfin u.þ.b klukkutíma á nóttu, vegna aukna álags sem fylgir gelgjuskeiðinu. 

Raunin er sú að stór hluti unglinga minnkar frekar svefninn heldur en að lengja hann þar sem margt nú til dags hefur áhrif á svefninn. Þar sem unglingar þurfa að sinna heimalærdómi og áhugamálum, þá hefur internetið og sjónvarp tekið mikinn tíma hjá börnum og unglingum. 

  • Gæði og lengd svefns hefur áhrif á námsgetu og minni
  • Börn þurfa að minnsta kosti 9 tíma svefn meðan unglingar þurfa um það bil 10 klukkutíma svefn
  • Þegar við sofum fer fram upprifjun og úrvinnsla á öllu sem við lærðum yfir daginn
  • Ekki er hægt að vinna fyrir tapaðann nætursvefn með því að sofa á daginn

Meðan við sofum erum við að vinna úr þeim upplýsingum sem við höfum fengið í gegnum daginn svo að þær festist í minninu. Samkvæmt rannsóknum, hefur lengd og gæði svefns haft áhrif á námsgetu og minni. 

Gæði og lengd svefns skiptir máli

Nætursvefn er mikilvægur fyrir:

  • Ónæmiskerfið, sem eykur mótstöðu gegn veikindum
  • Vöxt og þroska unglingsins
  • Hamingju og vellíðan 
  • Heilbrigðan lífsstíl

Á unglingsárunum eru miklar hormónabreytingar í líkamanum, mikill hluti þeirra hormóna er framleiddur á nóttunni sem er háð góðum svefni. Ekki er hægt að sofa á daginn til að bæta fyrir svefnmissi. 

Samkvæmt rannsóknum hafa þeir unglingar sem sofa nóg verið mun hamingjusamari, hugsa betur um heilsuna, hreyfa sig frekar, borða hollan mat og ráða betur við streitu en þeir unglingar sem sofa ekki nóg. 

Ráð til að ná góðum svefni

  • Farið að sofa og vaknið á svipuðum tíma á hverjum degi. Ef við náum góðum svefn á virkum dögum þurfum við ekki að sofa lengur um helgar 
  • Símanotkun og sjónvarpsnotkun seint á kvöldin er ekki góð fyrir svefn. Það örvar heilann og trufla svefninn
  • Ef mikil þreyta er yfir daginn er gott að taka stutta kríu til að hlaða batteríin. Ekki er mælt með lengur en klukkutíma og ekki of seint á daginn, því annars getur verið erfiðara að sofna á kvöldin
  • Hitastig inní herberginu á að  vera hæfilega svalt. Best er að hafa dökk gluggatjöld fyrir glugganum og sofa með opinn glugga
  • Streita og áhyggjur getur valdið erfiðleikum við að slappa af og sofa vel. 
  • Dagleg hreyfing er góð fyrir svefn og heilsuna
  • Ekki er æskilegt að borða eða drekka mikið fyrir nætursvefn 
  • Slappa af fyrir svefn með því að lesa bók, fá sér smávegis heitt að drekka, fara í heitt bað eða sturtu getur verið róandi fyrir svefnin