Kæfis­vefn barna get­ur haft áhrif á heilsu þeirra

Talið er að 1-5% ís­lenskra barna þjá­ist af kæfis­vefni og enn fleiri af mikl­um hrot­um sem þarf að at­huga með til­liti til áhrifa á heilsu barns­ins.

„Við höf­um unnið í aðferðum til að skil­greina bet­ur hvenær kæfis­vefn og hrot­ur eru sjúk­dóms­ástand og hvenær ekki er þörf á meðhöndl­un,“ sagði dr. Erna Sif Arn­ar­dótt­ir

Erna sagði að börn sem væru með kæfis­vefn eða mikl­ar hrot­ur gætu sýnt ein­kenni at­hygl­is­brests og of­virkni. Þau fengju jafn­vel grein­ingu í þá veru. Þau sem væru verst sett fylgdu jafn­vel ekki eðli­legri vaxt­arkúrfu og væru lít­il og grönn eft­ir aldri. Fengju þau rétta meðhöndl­un við kæfis­vefni tækju þau oft vaxt­arkipp.

Kæfis­vefni geta fylgt fleiri af­leiðing­ar. Sum barn­anna anda mest með munn­in­um og þróa með sér and­lits­fall sem verður langt og mjótt. Kjálka­vöðvarn­ir verða slapp­ir og munn­holið þrengra en það ætti að vera. Tenn­urn­ar kom­ast ekki fyr­ir í gómn­um og börn­in þurfa oft mikl­ar tann­rétt­ing­ar, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um kæfis­vefn barna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimildir: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/
02/18/kaefisvefn_barna_getur_haft_ahrif_a_heilsu_theirra/