Categories
Svefnraskanir

Fótaóeirð

Fótaóeirð (e. restless legs syndrome) er kvilli sem lýsir sér sem pirringur eða óeirð í fótum og kemur helst fram við hvíld, t.d. við langa setu eða þegar einstaklingurinn leggst til hvílu. Þessu fylgir jafnframt óviðráðanleg löngun til að hreyfa fæturna, en það slær á einkennin. 

Einstaklingar sem þjást af fótaóeirð eiga oft erfitt með að lýsa einkennunum, en greiningarskilyrðin eru eftirfarandi: 

  • Þörf til að hreyfa fætur ásamt óþægindatilfinningu í fótunum. 
  • Hreyfiþörfin eða óþægindatilfinningin byrjar eða versnar í hvíld eða við hreyfingarleysi. 
  • Hreyfiþörfin eða óþægindatilfinningin lagast að hluta til eða alveg við hreyfingu eins og að ganga eða teygja sig, a.m.k. svo lengi sem þessar hreyfingar vara. 
  • Hreyfiþörfin eða óþægindatilfinningin er verri á kvöldin eða á nóttu en á daginn, eða kemur eingöngu fram á kvöldin eða að nóttu til. 

Þrátt fyrir að pirringstilfinningin eigi oftast upptök sín í kálfum geta einkennin einnig leitt út í aðra líkamshluta, svo sem handleggi. 

Einkennin eru oft lengi til staðar áður en viðkomandi leitar sér læknishjálpar, en þau geta versnað og orðið tíðari séu þau ekki meðhöndluð. Svefntruflanir eru helsta ástæða þess að fólk leitar sér aðstoðar. Einstaklingar með alvarleg tilfelli fótaóeirðar ná oft minna en fimm klukkustunda nætursvefniauk þess sem gæði svefnsins skerðast töluvert. Dagsyfja og almenn vanlíðan eru einnig algengir fylgikvillar. Í sumum tilfellum eru einkenni fótaóeirðar þó væg, ganga yfir og þurfa ekki sérstaka meðhöndlun. 

Fótaóeirð er nokkuð algengur kvilli, rannsóknir hafa sýnt fram á að tíðni sjúkdómsins er á bilinu 5-20%

Flestir verða fyrst varir við fótaóeirð upp úr fertugu, en konur virðast um tvisvar sinnum líklegri til að þróa með sér þennan kvilla. Fótaóeirð er einnig algeng á meðgöngu, þá helst á þriðja þriðjungi hennar, en gengur vanalega til baka að henni lokinni. Fótaóeirð virðist að einverju leiti vera ættgeng. 

Nokkrar aðferðir hafa reynst árangursríkar þegar kemur að meðhöndlun sjúkdómsinsEfni á borð við koffín, nikótín og alkóhól geta aukið á einkennin, en hreyfing og nudd mildað þauEinnig eru til lyf á borð við dópamínörvara sem hafa reynst vel, auk þess sem stundum eru gefnar járntöflur, en járnskortur hefur verið tengdur við fótaóeirð.
Þó ber að hafa í huga að það er afar persónubundið hvaða meðferð hentar hverjum og einum. Því ætti ávallt að leita læknis þarfnist einkennin meðhöndlunar. 

Heimildir og frekari upplýsingar má finna í Læknablaðinu, á doktor.is og á heimasíðu American Academy of Sleep Medicine:
https://www.laeknabladid.is/tolublod/2012/01/nr/4416
https://doktor.frettabladid.is/grein/fotaoeird
http://sleepeducation.org/essentials-in-sleep/restless-legs-syndrome 

Categories
Svefnraskanir

Drómasýki

Drómasýki (e. narcolepsy) er taugasjúkdómur sem einkennist af yfirþyrmandi dagsyfju og í verstu tilfellum slekjuköstum (e. cataplexy). Einkennin eru breytileg milli einstaklinga en auk dagsyfju og slekjukasta eru svefnhöfgaofskynjanir, svefnrofalömun og röskun á nætursvefni tíðir fylgifiskar drómasýki.  

Einstaklingur með drómasýki getur hvorki vakið né sofið nema nokkrar klukkustundir í senn. Yfirþyrmandi svefnþörf kemur yfir viðkomandi síendurtekið yfir daginn sem veldur því að einstaklingar með drómasýki geta sofnað hvar og hvenær sem er, oft í óheppilegum aðstæðum. Þessi svefnköst geta varað í 5-15 sekúndur en einnig birst í formi þreytu sem varir þá allt að klukkustund. Viðkomandi er oft mjög endurnærður og orkumikill eftir þessa stuttu blundi en það varir skammt þar sem svefnþörfin sækir hratt að aftur og mynstrið endurtekur sig. 

Oft er talað er um tvær gerðir drómasýki, drómasýki með slekjuköstum (kataplexíu) og drómasýki án slekjukastaSlekjukast er lömunarástand þar sem vöðvar líkamans missa mátt að hluta til eða alveg, þrátt fyrir að einstaklingurinn sé með fulla meðvitund. Köstin geta varað frá nokkrum sekúndum upp í allt að tvær mínútur og koma yfirleitt fram við tilfinningalegt áreiti. Hlátur, mikil ánægja og það að viðkomandi sé komið á óvart eru oft kveikja slekjukasta og gerir þetta tilfinningalegt líf sjúklinganna verulega erfitt.  

Margt er enn á huldu um hvað það er nákvæmlega sem veldur drómasýki, en svo virðist sem skemmdir verði á taugum sem framleiða boðefnið orexín (einnig þekkt sem hýpókretín). Orexín gegnir veigamiklu hlutverki þegar kemur að svefnmynstri okkar. Í stuttu máli virkjar orexín árveknistöðvar heilans sem sjá um að halda vökuástandi . Að sama skapi stöðvast flæði orexíns í svefni. Sé framleiðslu þessa boðefnis raskað, líkt og virðist raunin hjá drómasjúku fólki, verður svefnmynstrið óreglulegt og skilin milli svefns og vöku óljós.  

Drómasýki getur komið fram á hvaða aldri sem er en þó er algengast að einkennin komi fyrst fram á táningsaldri. Talið er að einn af hverjum 2000 þjáist af drómasýki í einhverri mynd, en algengi sjúkdómsins er þó misjöfn eftir landsvæðum. Röskunin hefur verið tengd við ákveðnar genasamsætur og er því arfbundin að einhverju leiti.  

Engin lækning er til við drómasýki, en ýmsar meðferðir og leiðir hjálpa þó við að halda einkennunum í skefjum. Á Íslandi er starfrækt sérstakt félag fyrir fólk með drómasýki þar sem hægt er að leita sér upplýsinga og stuðnings. 

Lokbrá, félag fólks með drómasýki:
https://dromasyki.is/umdromasyki/ 

Heimildir og frekari upplýsingar má finna á heimasíðu American Academy of Sleep Medicine:
http://sleepeducation.org/essentials-in-sleep/narcolepsy 

 

Categories
Svefnraskanir

Svefnleysi

Svefnleysi (e. insomniakallast það ástand þegar einstaklingur er ófær um að framkalla nægan svefn þrátt fyrir að  tækfæri til þess. Einkenni svefnleysis eru breytileg milli einstaklinga. Svefnleysi getur falið í sér erfiðleika við að festa svefn, erfiðleika við að halda sér sofandi í gegnum nóttina og tilhneigingu til að vakna snemma morguns þrátt fyrir að hafa ekki fengið fullan nætursvefn.  

Helstu einkenni svefnleysis eru almenn þreyta, einbeitingarleysi, dagsyfja, skapsveiflur, orkuleysi, depurð, minnisleysi og áhyggjur af því að fá ekki nægan svefn. 

Svefnleysi hefur víðtæk áhrif á einstaklinginn sem hrjáist af því, bæði í svefni og í vöku. Rannsóknir sýna að svefnleysi hefur neikvæð áhrif á vinnuframlag, ákvarðanatöku og sambönd einstaklingsins, auk þess sem það hefur áhrif á andlegt og líkamlegt atgervi viðkomandi. Í flestum tilvikum skerðir svefnleysi því lífsgæði viðkomandi töluvert. 

Tiltölulega stór hluti fullorðinna einstaklinga telur sig upplifa svefnleysi, en það virðist algengara meðal eldra fólks og kvenna. Andleg veikindi á borð við þunglyndi og kvíða geta einnig ýtt undir svefnleysi. Athuga ber að svefnleysi er ekki það sama og svefnskortur. Svefnskortur er þegar einstakling skortir svefn vegna þess að hann gefur sér einfaldlega ekki tækifæri til að sofa. Flestir eiga erfitt með svefn á einhverjum tímapunkti, en það er ekki talað um svefnleysi fyrr en ástandið er viðvarandi.  

Tegundir af svefnleysi

Til eru tvær gerðir svefnleysis, svokallað skammtímasvefnleysi og langvarandi svefnleysi. Skammtímasvefnleysi varir allt að þrjá mánuði og hrjáir um 10-15% fólks. Talað er um langvarandi svefnleysi þegar einkenni svefnleysis koma fram minnst þrjár nætur í viku og ástandið stendur yfir í minnst þrjá mánuði. Talið er að um 10% Vesturlandabúa hrjáist af langvarandi svefnleysi. 

Ef þú telur að þú þjáist af svefnleysi skaltu leita þér aðstoðar.

Svefndeild Landspítala:
https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/svefndeild/

Betri svefn bíður upp á hugræna atferlismeðferð fyrir þá sem þjást af svefnleysi:
https://www.betrisvefn.is/fraedsla/algengar-spurningar/

Heimildir og frekari upplýsingar má finna á heimasíðu American Academy of Sleep Medicine og heimasíðu Heilsugæslunnar:

http://sleepeducation.org/essentials-in-sleep/insomnia

https://www.heilsugaeslan.is/um-hh/frettasafn/stok-frett/2019/02/07/Svefnleysi/

Categories
Svefn hjá börnum og unglingum

Börn og kæfisvefn

Kæfis­vefn barna get­ur haft áhrif á heilsu þeirra

Talið er að 1-5% ís­lenskra barna þjá­ist af kæfis­vefni og enn fleiri af mikl­um hrot­um sem þarf að at­huga með til­liti til áhrifa á heilsu barns­ins.

„Við höf­um unnið í aðferðum til að skil­greina bet­ur hvenær kæfis­vefn og hrot­ur eru sjúk­dóms­ástand og hvenær ekki er þörf á meðhöndl­un,“ sagði dr. Erna Sif Arn­ar­dótt­ir

Erna sagði að börn sem væru með kæfis­vefn eða mikl­ar hrot­ur gætu sýnt ein­kenni at­hygl­is­brests og of­virkni. Þau fengju jafn­vel grein­ingu í þá veru. Þau sem væru verst sett fylgdu jafn­vel ekki eðli­legri vaxt­arkúrfu og væru lít­il og grönn eft­ir aldri. Fengju þau rétta meðhöndl­un við kæfis­vefni tækju þau oft vaxt­arkipp.

Kæfis­vefni geta fylgt fleiri af­leiðing­ar. Sum barn­anna anda mest með munn­in­um og þróa með sér and­lits­fall sem verður langt og mjótt. Kjálka­vöðvarn­ir verða slapp­ir og munn­holið þrengra en það ætti að vera. Tenn­urn­ar kom­ast ekki fyr­ir í gómn­um og börn­in þurfa oft mikl­ar tann­rétt­ing­ar, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um kæfis­vefn barna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimildir: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/
02/18/kaefisvefn_barna_getur_haft_ahrif_a_heilsu_theirra/