Um svefnsetrið

Mótar heilsueflandi samfélag

Svefnsetrið var stofnað árið 2020 og er rannsóknarsetur innan Háskólans í Reykjavík. Starfsemi setursins er þverfagleg og í samstarfi við  starfsmenn verkfræðideildar, sálfræðideildar, íþróttafræðideildar og tölvunarfræðideildar HR. Svefnsetrið starfar einnig með fagaðilum innan mennta- og heilbrigðiskerfisins og er aðstaða þess aðgengileg þeim sem starfa við rannsóknir er tengjast svefni eða dægursveiflu. Má þar nefna starfsmenn innan Landspítalans, Heilsugæslunnar, Hjartaverndar, Betri Svefns og vísindamenn innan Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands. 

Í Svefnsetrinu er fengist við margs konar rannsóknir er varða svefn á Íslandi, svo sem rannsóknir tengdar kæfisvefni og dægursveiflu. Rannsakendur innan Svefnseturins vonast til að geta nýtt sér sérstöðu Íslands þegar kemur að svefnrannsóknunum: Norðlæg lega landsins veldur því að birtuskilyrði hér á landi eru mar.