Svefnraskanir

  • Viltu taka þátt í Svefnbyltingunni
    Svefnbyltingin Lífstílsrannsókn langtímamæling – VSN-22-082   Leitað er eftir einstaklingum til að taka þátt í vísindarannsókn á sviði svefnrannsókna. Þátttakendur: Öll kyn á aldrinum 18-50 ára Inntökuskilyrði eru líkamsþyngdarstuðull (BMI) ? 25, þátttakandi stundi ekki reglulega hreyfingu, hrýtur eða er með sterkan grun um vægan kæfisvefn.  Vaktavinnufólk getur ekki tekið þátt í þessari rannsókn. Ef þú hefur… Read more: Viltu taka þátt í Svefnbyltingunni
  • Svefnbyltingin
    Svefnbyltingin (e. Sleep Revolution) – þverfaglegt og alþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni, sem leitt er af Ernu Sif Arnardóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur fengið tveggja og hálfs milljarða króna (15 milljón evra) styrk til fjögurra ára úr Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun. Að rannsóknunum koma vísindamenn við verkfræði-, tölvunarfræði-, sálfræði- og… Read more: Svefnbyltingin
  • Viltu vinna við svefn og aðstoð við rannsóknir?
    Svefnsetrið í Háskólanum í Reykjavík leitar eftir starfsfólki við rannsóknir fyrir Horizon2020 verkefnið Svefnbyltingin sem styrkt er af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Við erum að leita að fólki í ýmis störf. Aðstoðarmaður við uppsetningu á rannsóknum 20-40% starf. Viltu kynnast uppsetningu svefnrannsókna? Svefnsetrið í Háskólanum í Reykjavík leitar eftir starfsfólki við aðstoð rannsókna fyrir Horizon2020 verkefnið Svefnbyltingin… Read more: Viltu vinna við svefn og aðstoð við rannsóknir?
  • Svefnrofalömun
    Svefnrofalömun (e. sleep paralysis) er svefnröskun sem felur í sér að einstaklingur verður ófær um að tala og hreyfa líkamann til skamms tíma, líkt og hann sé lamaður, þrátt fyrir að vera vakandi og með meðvitund. Svefnrofalömun getur átt sér stað annars vegar þegar einstaklingurinn er við það að festa svefn, eða þegar hann er að vakna eftir svefn.   Röskuninni fylgja oft ofsjónir og heyrir einstaklingurinn jafnvel hljóð… Read more: Svefnrofalömun
  • Dægurvilla
    Dægurvilla (e. jet lag), einnig þekkt sem flugþreyta, felst í röskun á dægursveiflu líkamans, einkum vegna ferðalaga milli tímabelta. Helstu einkennin eru þreyta og einbeitingarskortur yfir daginn, erfiðleikar við að sofna á kvöldin, meltingartruflanir og slappleiki.   Dægursveifla líkamans endurtekur sig lotubundið á u.þ.b. 24 klukkustunda fresti og er talað um líkamsklukku í því samhengi. Líkamsklukkan hefur víðtæk áhrif á… Read more: Dægurvilla