Meðlimur svefnsetursins

Msc. Sigríður Sigurðardóttir

Sérfræðingur í svefnmælingum
Háskólinn í Reykjavík
Verkfræðideild


Sigríður Sigurðardóttir er sérfræðingur í svefntækni við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Sigríður hefur 12 ára reynslu af klíniskri vinnu og rannsóknarvinnu á sviði svefnlækninga, bæði við Landspítalann og Háskólann í Reykjavík. Sigríður útskrifaðist með BSc. gráðu í íþróttafræði frá Háskóla Íslands árið 2001 og H.N.Diplómu í efna- og líftækni (e. Chemical and Biotechnical Science) frá Aarhus Tehnical College árið 2007. Sigríður er með svefntæknisérfræðinga-skírteini frá Evrópska svefnrannsóknafélaginu (e. European Sleep Research Society) frá árinu 2016.