Meðlimur svefnsetursins

Ms. Marta Serwatko

Doktorsnemi
Háskólinn í Reykjavík
Verkfræðideild


Marta Serwatko er doktorsnemi við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Marta hefur yfir fimm ára reynslu á sviði svefnlækninga og vísindalegra svefnrannsókna. Hún hefur unnið sem svefntæknifræðingur, bæði við Landspítalann og Háskólann í Reykjavík. Marta er með BSc gráðu (2013) og MSc gráðu (2016) í heilbrigðisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er einnig meðlimur í Hinu íslenska svefnrannsóknafélagi.
Hennar aðaláhersla er á svefnrannsóknir, ásamt hönnun og útfærslu svefnmælitækja til að bæta sjúkdómsgreiningar. Grunnþáttur doktorsrannsóknar hennar er að rannsaka hvernig, og að hvaða marki, svefntruflanir vegna öndunarerfiðleika hafa áhrif á bæði börn og fullorðna, ásamt afleiðingum þeirra á heilsu viðkomandi. Lokatakmarkið er að bæta svefn fólks.