Meðlimur svefnsetursins

Msc. Kristín Anna Ólafsdóttir

Sérfræðingur í svefnmælingum
Háskólinn í Reykjavík
Verkfræðideild


Kristín Anna Ólafsdóttir er sérfræðingur í svefntækni við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Hún býr yfir átta ára reynslu af bæði klíniskri vinnu og rannsóknarvinnu á sviði svefnlækninga, bæði við Landspítalann og Háskólann í Reykjavík. Kristín útskrifaðist með BSc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1989 og MSc. gráðu í heilbrigðisstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2010. Kristín er einnig með svefntæknisérfræðinga-skírteini frá Evrópska svefnrannsóknafélaginu (e. European Sleep Research Society) frá árinu 2016. Kristín er sem stendur fulltrúi Íslands í félagi evrópskra svefntæknifræðinga (e. European Society of Sleep Technologists, ESST).