Meðlimur svefnsetursins

Dr. Maria Óskarsdóttir

Lektor
Háskólinn í Reykjavík
Tölvunarfræðideild
GoogleScholar


Dr. María Óskarsdóttir er lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Hún útskrifaðist með doktorsgráðu í gagnavísindum frá KU Leuven í Belgíu árið 2018 og hefur auk þess meistargráðu í stærðfræði frá Leibniz háskólanum í Hannover, Þýskalandi. Rannsóknir hennar beinast að hagnýtingu gagnavísinda, meðal annars með notkun vélnáms, netavísinda og fjölbreyttra gagnasafna með því markmiði að efla greiningu gagna og stuðla þannig að markvissari notkun gagnavísinda í ákvarðanatöku, nú með áherslu á svefnmælingar. María er brautarstjóri meistaranáms í Gagnavísindum og Hagnýtum Gagnavísindum við Háskólann í Reykjavík. Jafnframt leiðbeinir hún tveimur doktorsnemum sem vinna að gagnadrifinni heilsu.