Meðlimur svefnsetursins

Dr. Erna Sif Arnardóttir

Lektor
Háskólinn í Reykjavík
Verkfræði- og tölvunarfræðideild
GoogleScholar


Dr. Erna Sif Arnardóttir er lektor við verkfræði- og tölvunardeild Háskólans í Reykjavík, auk þess sem hún er forstöðumaður Svefnsetursins.

Meðfram þessu hefur hún ráðgefandi starf við Landspítala háskólasjúkrahús. Erna hefur yfir 15 ára reynslu á sviði klínískra og vísindalegra svefnrannsókna. Hún er formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags, situr í stjórn Evrópska svefnfélagsins (European Sleep Research Society), er formaður "Beyond the AHI" vinnuteymis ESRS og the Assembly of National Sleep Societes sem var að birta sína fyrstu grein (Pevernagie et al 2020).
Hún var einnig leiðandi í stofnun “Early Career Research Network” innan ESRS. Erna hefur gefið út yfir 40 ritrýndar greinar og einn bókakafla. Erna, ásamt teymi sínu, beinir nú sjónum sínum að því hvort finna megi nýjar leiðir til að meta alvarleikastig öndunarraskana í svefni, allt frá hrotum til alvarlegs kæfisvefns. Erna er aðalrannsakandi í styrk sem veittur var í október 2020 af Horizon 2020 rammaáætlun ESB.
Verkefnið heitir SVEFNBYLTINGIN (SLEEP REVOLUTION) og er þverfaglegt og alþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni með 37 samstarfsstofnunum og fyrirtækjum í Evrópu og Ástralía. Erna er einnig aðalrannsakandi fyrir hönd Íslands í NordSleep, samstarfsverkefni milli Íslands, Finnlands og Noregs. Google Scholar reikningur Ernu sýnir >2000 tilvitnanir, H-index hennar er 20 og i10-index 27. Erna er sem stendur leiðbeinandi eins nýdoktors, þriggja doktorsnema, sex meistaranema og eins Bsc nema á sviði svefnrannsókna.