Meðlimur svefnsetursins

Dr. Birna Baldursdottir

Lektor
Háskólinn í Reykjavík
Sálfræðideild
GoogleScholar


Dr. Birna Baldursdóttir er lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður PhD náms í sálfræði

Rannsóknir hennar beinast að heilsu og vellíðan krabbameinssjúklinga sem og almennings. Birna hefur víðtæka reynslu þegar kemur að íhlutunarrannsóknum. Í yfirstandandi rannsóknum sínum, beinir hún sjónum sínum meðal annars að því hvort bæti megi líðan krabbameinssjúkra með því að beita inngripum á borð við dagljósameðferð og í formi meðferðar sem hjálpar sjúklingum með blöðruhálskirtilskrabbamein við ákvörðunartöku. Hún hefur einnig rannsakað áhrif hreyfingar á vellíðan unglinga og verið verkefnastjóri í ýmsum verkefnum við HR síðan árið 2012. Birna útskrifaðist með doktorsgráðu úr læknavísindum með áherslu á lýðheilsu frá Gautaborgarháskóla, í Svíþjóð, árið 2016. Birna hefur starfað við HR síðan árið 2008.