Meðlimur svefnsetursins

Dr. Brynja Björk Magnúsdóttir

Dósent
Háskólinn í Reykjavík
Sálfræðideild
GoogleScholar


Dr. Brynja Björk Magnúsdóttir er Dósent við Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og klínískur taugasálfræðingur við Landspítala Háskólasjúkrahús.

Hún lauk doktorsprófi frá King´s College London árið 2009 og er sérhæfing hennar á sviði vitrænnar getu meðal fullorðinna. Brynja hefur stundað rannsóknir á tengslum erfða og vitrænnar getu meðal fólks með geðrofssjúkdóma, og rannsakað áhrif vitrænnar þjálfunar meðal þess hóps á vitræna getu, virkni í daglegu lífi og lífsgæði fólks. Brynja vinnur nú m.a. að rannsóknum á hugrænni heilsu meðal aldraðra, áhrifum atferlisvirkjunar á fólk með geðhvörf, og á heilavirkni fólks með geðrofssjúkdóma.