Meðlimur svefnsetursins

Dr. Berglind Sveinbjörnsdóttir

Lektor
Háskólinn í Reykjavík
Sálfræðideild
GoogleScholar


Berglind lauk doktorsprófi í atferlisgreiningu frá Western New England University í Bandaríkjunum.

Hún er lektor við Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður MSc námsins í hagnýtri atferlisgreiningu. Rannsóknir og sérþekking Berglindar varða mat og íhlutun á hegðunar og svefnvanda barna, kennslu á færni sem telst mikilvæg í grunnskóla, og notkun sýndarveruleika í kennslu. Berglind er formaður samtaka um atferlisgreiningu á Íslandi (SATIS) og sinnir að auki ráðgjöf við Landspítalann.