Meðlimur svefnsetursins

Dr. Heiðdís B Valdimarsdóttir

Prófessor
Háskólinn í Reykjavík
Sálfræðideild
GoogleScholar


Dr. Heiðdís B Valdimarsdóttir er prófessor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Hún lauk doktorsnámi frá Stony Brook háskólanum í New York árið 1989. Hún hefur víðtæka reynslu í sálrænu og líkamlegu mati á krabbameinssjúklingum, þeim sem hafa læknast af krabbameini og einstaklingum sem eru í áhættuhópi til að fá krabbamein vegna erfða. Hún hefur tekið þátt í mörgum rannsóknarverkefnum þar sem skoðað var t.d.
1) Vanlíðan og líkamlegir fylgikvillar sem og sálfræðileg viðbrögð við bráðum streituvöldum og líkum á krabbameini hjá einstaklingum.
2) þróun og prófun á menningarlega miðaðri erfðaráðgjöf fyrir konur.
3) Þróun og prófun á gagnvirku forriti til að hjálpa konum sem hafa BRCA stökkbreytinguna til að taka ákvarðanir um forvarnir og eftirlit með þeim.
4) Skoða áhrif ritaðrar íhlutunar í að minnka sálræn og líkamleg tilfelli af streitu meðal krabbameinssjúklinga.
5) Skoða áhrif ljósameðferðar á svefn, syfju, þunglyndi og dægursveiflu meðal krabbameinssjúklinga.