Meðlimur svefnsetursins

Dr. Þórður Helgason

Dósent
Háskólinn í Reykjavík
Verkfræðideild
GoogleScholar


Dr. Þórður Helgason er dósent við Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Hann lauk doktorsnámi 1990 frá Háskólanum í Karlsruhe þar sem hann lagði stund á heilbrigðistækni. Hans sérsvið er innan heilbrigðisverkfræði. Rannsóknaráherslur hans eru: Taugaverkfræði með raförvun sem aðaláherslu. Upptaka og úrvinnsla lífmerkja, vöðvarit, heilarit og önnur rafmerki líkamans. Læknisfræðileg myndgerð og líkanagerð. Tækni til greiningar og meðferðar í vöðva- og taugakerfi líkamans. Búnaður og aðferðir við endurhæfingu hreyfifærni mænu- og heilaskaðaðra, meðferð á síspennu (spasma) og mótunar tauganeta.