Dr. Erla Björnsdóttir er klínískur sálfræðingur með doktorspróf í líf og læknavísindum frá Háskóla Íslands árið 2015.</b
Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi og vinnur að rannsóknum á því sviði. Hún hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað um svefn á innlendum vettvangi. Erla gaf út bók um svefn árið 2017 og nýlega (2020) kom hennar fyrsta barnabók út, Svefnfiðrildin. Erla hefur haldið fjölda fyrlestra og námskeiða og má þar helst nefna fyrirlestra og fræðslu um svefn og svefnvenjur fyrir fyrirtæki og hópa ásamt því að vera með hópnámskeið við svefnleysi. Erla sinnir kennslu og rannsóknum hjá Háskólanum í Reykjavík og er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Betri svefn sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í rannsóknum og meðferð á svefni og svefnvandamálum.