Meðlimur svefnsetursins

Dr. Jón Guðnason

Dósent
Háskólinn í Reykjavík
Verkfræðideild
GoogleScholar


Dr. Jón Guðnason er dósent við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Jón er sérfræðingur á sviði talmerkjafræði og rekur Mál- og raddtæknistofu Háskólans í Reykjavík.  Hann hefur rannsakað hvernig hugrænt álag hefur áhrif á rödd og önnur lífmerki og skoðað hvernig mismunandi raddeiginleikar koma fram í talmerkinu.  Þá hefur hann leitt rannsóknir á íslensku talmáli og þróað talgreina og talgervla fyrir tungumálið. Nú leiðbeinir hann einnig einum doktorsnema um svefngreiningu.
Jón hefur kennt grunn- og framhaldsnámskeið á sviði vélræns lærdóms, merkjafræði og talmálstækni við verkfræðideild og tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík frá 2009 og leiðbeint framhaldsnemendum við meistara- og doktorsverkefni sín. Hann starfaði sem nýdoktor við Columbia háskóla í New York 2008-2009 og lauk doktorsprófi frá Imperial College London árið 2007 þar sem hann þróaði raddlindarstuðla við auðkenningu á fólki. Jón er meðlimur í Merkjafræðifélagi IEEE og Alþjóðasamtökum um talmálstækni ISCA. </p