Meðlimur svefnsetursins

Dr. María K. Jónsdóttir

Dósent
Háskólinn í Reykjavík
Sálfræðideild
GoogleScholar


Dr. María K. Jónsdóttir hóf störf sem dósent í sálfræðideild Háskólans í Reykjavík árið 2014.

María er einnig í hlutastarfi sem klínískur taugasálfræðingur á minnismóttöku Landspítalans á Landakoti. María lauk doktorsprófi frá háskólanum í Houston, Texas árið 1990. Sérhæfing hennar er á sviði heilabilunar, vægrar vitrænnar skerðingar, hugrænnar öldrunar og vægs heilaskaða (heilahristingur). María vinnur einnig að rannsóknum á tengslum svefns barna og hrotum þeirra við vitræna getu.