Meðlimur svefnsetursins

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir

Sálfræðingur
Háskólinn í Reykjavík
Deildarforseti íþróttafræðideildar
GoogleScholar


Dr. Hafrún Kristjánsdóttir er deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík.

  Hafrún er með meistaragráðu í klínískri sálfræði og doktorspróf í líf- og læknavísindum.  Hafrún er með löggildingu sem sálfræðingur.  Rannsóknir Hafrúnar eru fyrst og fremst á sviði klínískar sálfræði og íþróttasálfræði þar sem hún hefur skoðað sálræna færni afreksíþróttamanna sem og geðheilsu þeirra, nú síðast einnig svefn. Einnig er Hafrún einn af þremur stjórnendum stórrar rannsóknar á heilahristingi meðal íþróttakvenna.  Hafrún hefur unnið með afreksíþróttamönnum og liðum frá 2005 og var meðal annars sálfræðingur íslensku keppendanna á Ólympíuleikunum 2012 og 2016.