Meðlimur svefnsetursins

Dr. Paolo Gargiulo

Prófessor
Háskólinn í Reykjavík
Verkfræðideild
GoogleScholar


Dr. Paolo Gargiulo er prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og stýrir Heilbrigðistæknisetri HR og LSH.

Hann lauk doktorsnámi 2008 frá Tækniháskólanum í Vín (TU Wien). Áhugasvið og sérfræðiþekking Paolo liggur aðallega í læknisfræðilegri myndvinnslu, taugaverkfræði, þrívíddarprentun og lækningatækni. Hann þróaði á LSH þrívíddarprentunarkerfi til að aðstoða við undirbúning skurðaðgerða fyrir yfir 200 mismunandi skurðaðgerðir og hefur þannig haft mikil áhrif í íslensku heilbrigðiskerfi.
Hann er nú í samvinnu við stofnanir á Ítalíu og í Bretlandi að byggja upp sambærlilegt kerfi þar. Hann hefur verið ráðgjafi fyrir MedEl í þróun á gangráð fyrir barkakýli. Paolo er forstöðumaður “the Institute of Biomedical and Neural Engineering” and “The Icelandic Center of Neurophysiology”. Rannsóknarstofa Paolo hefur yfir að ráða búnaði til að skoða heilabylgjur með mikilli þéttni, hreyfistýrðum stöðupalli með sýndarveruleikakerfi, þrívíddarprentara og “multi-metric Bio-signal platform”.