Meðlimur svefnsetursins

Dr. Karl Ægir Karlsson

Prófessor
Háskólinn í Reykjavík
Verkfræðideild
GoogleScholar


Dr. Karl Ægir Karlsson er prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Karl hefur unnið við svefnrannsóknir nær allan sinn feril. Í fyrstu við klínískar rannsóknir á Landpítala og seinna við grunnrannsóknir á tilraunadýrum. Að miklu leyti hafa rannsóknir Karls snúist um að lýsa taugafræðilegum undirstöðum svefns og samanburðarrannsóknum á þeim milli ólíkra dýrategunda – allt frá fiskum til hvala. Á síðustu árum hafa rannsóknir að mestu farið frá á sebrafiskum (Danio rerio). Aðferðum hefðbundinnar sameindalíffræði, atferlisfræði og raftaugalífeðlisfræði er beitt auk þess að færa sér í nyt hversu vel fiskar henta til erfðabreytinga (CRISPR). Nýlega hefur sjónum verið beint að því að herma þekktar svefnraskanir manna í fiskum og nýta bæði til þess skilja líffræðina á bakvið sjúkdómana sem og til skipulegrar lyfjaleitar við þeim.