Meðlimur svefnsetursins

Dr. Jacky Mallett

Lektor
Háskólinn í Reykjavík
Tölvunarfræðideild
GoogleScholar


Dr. Jacky Mallett er lektor í tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Hún er þverfaglegur tölvunarfræðingur með doktorsgráðu í tölvunarfræði frá MIT. Hún er með 30 ára reynslu úr iðnaði og rannsóknum í að hanna, byggja og bilanagreina ýmis kerfi þar á meðal kerfi sem vinna á rauntíma, vitvélagreining, merkjavinnsla, víðtækum net og tölvuöryggi. Hún hefur unnið við að tryggja öryggi á háþróuðum innviðum netþjónustu fyrir viðskipti sem og einstaklinga.
Hún kennir tölvunarfræði bæði í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands. Hún er formaður Íslandsdeildar IEEE, alþjóðlegra samtaka um merkjavinnslu. Hún er aðalrannsakandi verkefnis sem styrkt er af Rannís í samvinnu við Nox Medical og Íslenska erfðageiningu þar sem notuð er gervigreind og vélnám í að greina gögn úr svefnmælingum. Í fyrri verkefnum hefur hún meðal annars unnið við að greina fugla og fuglasöng. Hún er höfundur kerfis sem heitir Threadneedle og er fyrsti tölvuhermirinn fyrir nútíma bankakerfi þar sem notað er tvöfalt bókhaldskerfi til að skoða hegðun bankakerfa. Hún hefur setið í bankaráði Seðlabanka Íslands, tilnefnd af Íslenska stjórnarráðinu frá árinu 2018.