Notar þú Svefnlyf?

Rannsóknin miðar að því að rannsaka svefngæði fólks sem hefur notað svefnlyf í meira en ár og eru tilbúin til að hætta notkun. Borið verður saman svefnmynstur fyrir og eftir íhlutun þar sem svefnlyfja notkun er smá saman hætt á sama tíma og þátttakendur taka þátt í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (CBTi). Fólki án svefnvandamála verður einnig boðið að taka þátt sem viðmiðunarhópur í rannsókninni og setja sér auk þess markmið um að bæta svefn sinn.

Skráðu þig til að fá frekari upplýsingar: https://redcap.ru.is/surveys/?s=YRM84FCTPHTJC8RC

 

 

CATEGORIES:

Svefnraskanir

Tags:

Comments are closed