Svefnbyltingin

Lífstílsrannsókn langtímamæling – VSN-22-082

 

Leitað er eftir einstaklingum til að taka þátt í vísindarannsókn á sviði svefnrannsókna.

Þátttakendur: Öll kyn á aldrinum 18-50 ára

Inntökuskilyrði eru líkamsþyngdarstuðull (BMI) ≥ 25, þátttakandi stundi ekki reglulega hreyfingu, hrýtur eða er með sterkan grun um vægan kæfisvefn.  Vaktavinnufólk getur ekki tekið þátt í þessari rannsókn.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast svarið skimunarspurningalista (tengill).

Vinsamlega lesið textann hér að neðan til að ganga úr skugga um að þessi rannsókn sé fyrir þig.

Allir valdir þátttakendur verða beðnir um að ganga með snjallúr og fylla út svefndagbók í 2 vikur fyrir íhlutunartímabilið til að fá grunnlínu.Valdir þátttakendur verða beðnir um að svara bakgrunnsspurningalista. Persónulegur hlekkur verður sendur í tölvupósti.

Það verða 5-8  heimsóknir í Háskólann í Reykjavík (byggt á því í hvaða hópi þátttakendur eru),  rannsóknin stendur yfir í  12.vikur.

Þetta verkefni fjallar um að finna nýja nálgun til að meðhöndla hrotur og vægan kæfisvefn með breytingum á lífsstíl. Gögnum verður safnað í Háskólanum í Reykjavík (HR) með svefnmælingum, rafrænni svefndagbók, mismunandi taugasálfræðilegum prófum, spurningalistum, snjallúri, ásamt mælingum á líkamssamsetningu og líkamlegu atgervi.

Möguleg þátttaka felst einnig í að:

  • Svara spurningalistum
  • Ganga tímabundið með snjallúr
  • Skrá í rafræna svefndagbók
  • Gera rafræn athyglis og árveknipróf
  • Mæld verður hæð, þyngd, líkamssamsetning og líkamlegt atgervi
  • Mögulega þátttakaí þjálfunaráætlun
  • Rannsóknin er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Að rannsókn lokinni býðst þátttakendum að fá niðurstöður úr svefn og líkamsmælingum ásamt ráðleggingum ef þurfa þykir að hafa samband við heilsugæslu.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast svarið skimunarspurningalista (tengill).

Ef þú hefur spurningar varðandi þátttöku, vinsamlegast hafðu samband í tölvupósti á netfangið: sleeprevolution@ru.is

Einstaklingar sem taka þátt geta hvenær sem er dregið sig úr rannsókninni án skýringa. Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar (VSN 22-082). Ábyrgðarmaður rannsóknar er Erna Sif Arnardóttir, Lektor við Verkfræði og Tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík.

Upplýsingabréf til þátttakenda:

Verkefnið er styrkt er af Horizon 2020 sjóð Evrópusambandsins (verkefnisnr 965417).