Categories
Svefnraskanir

Viltu vinna við svefn og aðstoð við rannsóknir?

Vertu hluti af svefnbyltingunni

Svefnsetrið í Háskólanum í Reykjavík leitar eftir starfsfólki við rannsóknir fyrir Horizon2020 verkefnið Svefnbyltingin sem styrkt er af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Við erum að leita að fólki í ýmis störf.

Aðstoðarmaður við uppsetningu á rannsóknum 20-40% starf.

Viltu kynnast uppsetningu svefnrannsókna?

Svefnsetrið í Háskólanum í Reykjavík leitar eftir starfsfólki við aðstoð rannsókna fyrir Horizon2020 verkefnið Svefnbyltingin sem styrkt er af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Ef þið viljið aukavinnu á haustönn þá vantar Svefnbyltingunni nokkra starfsmenn í að setja upp svefnmælingar, snjallúr og að hlaða niðurstöðum úr þeim niður og hreinsa búnað.

Hæfni í mannlegum samskiptum, áhugi á svefnrannsóknum, þolinmæði og áhugi fyrir að læra nýja hluti eru helstu hæfniskröfur.

Vinnutími væri mismunandi, síðdegis eða á morgnanna og fram yfir hádegi. Gæti verið um 20-40% vinna.

Aðstoða á vaktir í svefnrannsóknum 50-100% starf

Svefnsetrið í Háskólanum í Reykjavík leitar að aðstoðarmanni á vaktir í svefnrannsóknum fyrir Horizon2020 verkefnið Svefnbyltingin sem styrkt er af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Háskólinn í Reykjavík gegnir leiðandi hlutverki í verkefninu sem unnið er í samvinnu við 36 samstarfsaðila í Evrópu og Ástralíu. Samstarfsaðilar koma frá háskólum, iðnaði og heilbrigðisstofnunum. Verkefnið er þverfaglegt með þátttöku fjögurra deilda innan HR: verkfræði-, tölvunarfræði-, íþróttafræði og sálfræðideildar.

Hæfniskröfur eru góð mannleg samskipti og þjónustulund
Sveigjanleiki og getur tileinkað sér nýja tækni hratt
Þolinmæði og nýtur þess að taka þátt í verkefni í þróun

Um er að ræða vaktavinnu, fáar vaktir en langar þar sem má hvíla sig og ekkert álag. Hentar vel þeim sem þeim sem geta tekið langar vaktir og unnið á kvöldin. 50-100% vinna á haustönn.

Endilega hafið samband við Láru laraj@ru.is

Aðstoð við skipulag rannsókna 60-80%

Svefnsetrið í Háskólanum í Reykjavík leitar að aðstoðarmanni við skipulag rannsókna fyrir Horizon2020 verkefnið Svefnbyltingin sem styrkt er af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Sækja má um hér
Háskólinn í Reykjavík gegnir leiðandi hlutverki í verkefninu sem unnið er í samvinnu við 36 samstarfsaðila í Evrópu og Ástralíu. Samstarfsaðilar koma frá háskólum, iðnaði og heilbrigðisstofnunum. Verkefnið er þverfaglegt með þátttöku fjögurra deilda innan HR: verkfræði-, tölvunarfræði-, íþróttafræði og sálfræðideildar.

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Náin vinna með stuðningsteymi verkefnisins innan HR
• Skipulag og umsjón með samskiptum við rannsóknarþátttakendur
• Skráning og eftirfylgni á svefnrannsóknum
• Aðstoð við svefnrannsóknir og skipulag þeirra
• Skráning og umsjón á þátttakendum í gagnagrunna og eftirfylgni með gæðum
• Innkaup og skrifstofustörf sem tengjast skipulagi svefnrannsóknar

Kröfur til umsækjanda:
• Reynsla af hópastarfi og verkefnastjórnun
• Þekking á helstu Microsoft Office tólum
• Skipulagður með mikla getu til að vinna sjálfstætt.
• Öflugur einstaklingur með góða samskipta- og félagslega hæfni.
• Góð þekking í ensku (munnlegri og skriflegri) er nauðsyn.
• Íslenskukunnátta nauðsynleg
• Öll menntun og lífsreynsla kemur að notum í þessu starfi
• Búseta á höfuðborgarsvæðinu eða nágrenni.

Umsóknarfrestur er 5.september en ráðið verður í stöðuna um leið og hentugur kandídat er fundinn. Óskað er eftir að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Staðan er verkefnatengd og því tímabundin til áramóta. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Starfið gæti að hluta til verið unnið heima, hentar vel þeim sem þurfa mikinn sveigjanleika en hafa mikla skipulags og samskiptahæfni.