Svefnbyltingin

Prófun á nýjum mælitækjum – VSN-21-070

Sleep Revolution

Leitað er eftir einstaklingum til að taka þátt í vísindarannsókn á sviði svefnrannsókna.

Þátttakendur:  Karlar og konur á aldrinum 18-99 ára.

Rannsókn:  Svefnrannsókn þar sem búnaður er settur upp í HR og þátttakandi sefur með heima í eina nótt.

Möguleg þátttaka felst einnig í að:

  • Svara spurningalistum
  • Ganga tímabundið með snjallúr
  • Nota tímabundið snjalldýnu
  • Skrá í rafræna svefndagbók
  • Gera athyglispróf
  • Gera rafrænt árveknipróf
  • Mæld verður hæð og þyngd

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast svarið skimunar-spurningalista (https://is.gd/sr_skimunarlisti).

Ef þú hefur spurningar varðandi þátttöku, vinsamlegast hafðu samband í tölvupósti á netfangið: sleeprevolution@ru.is

Rannsóknin er þátttakendum að kostnaðarlausu. Að rannsókn lokinni býðst þátttakendum  að  fá niðurstöður úr svefnmælingu ásamt ráðleggingum ef þurfa þykir að hafa samband við heilsugæslu.

Einstaklingar sem taka þátt geta hvenær sem er dregið sig úr rannsókn án skýringa skýringa.

Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar (VSN-21-070).

Ábyrgðarmaður rannsóknar er Erna Sif Arnardóttir, Lektor við Verkfræði og Tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík.

Upplýsingabréf til þátttakenda – tengil

 

This project has received funding from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme under grant agreement no. 965417